Áhugavert par, fimmti hluti

Askur: ´Í mínum skóla væri sálfræði. Sjálfskönnun og sjálfstyrking. Teoríur til að sýna fram á fjölbreytileikann í mannsálinni.
Í mínum skóla væri heimspeki. Veröld Soffíu.
Í mínum skóla yrðu skáldsögur lesnar í rólegheitum og þeim breytt í lifandi huglægu formin sem ég nefndi áðan. Eiginleg form hvers og eins. Íslensk orð og hugtök lærast sjálfkrafa í gegnum þetta.
Í mínum skóla yrði lærispeki, þ.e. krökkunum yrði kennt að krota í lífið sjálft, í sögur og bækur, krota við það sem það vill taka með sér í lífið, stoppa bíómyndir, krota í dagblöð, glósa hjá sér, breyta þeim krotum yfir í myndir eða annað listrænt ferli sem stendur því næst. Breyta efninu í sig sjálf. Skóli og lífið eitt.
Í mínum skóla yrðu allar glósur skrifaðar í dagbækur. Engar aukabækur. Það sem fer í dagbækurnar er birting á því sem á að vera í huganum. Skólinn og lífið í eitt.

Í mínum skóla yrði tími fyrir slökun. Næði. Þögn. Þar fengi barnið eða unglingurinn tíma með sjálfum sér til að yfirfara upplýsingarnar og eigin sköpun.

Í mínum skóla fengi nemandinn að horfa á alla liti heimsins og bera þá saman við umhverfi sitt. Hann fengi að kynnast formum í gegnum málverk, bíómyndir eða arkítektúr. Sýna litróf

Í mínum skóla fengi nemandinn að kynnast allri þeirri lykt sem plöntur og annað í náttúru heimsins færir okkur.

Í mínum skóla fengi nemandinn að loka augunum og hlusta, hlusta á öll þau hljóðfæri, raddir, tónverk og lög sem heimurinn býður upp á.

Í mínum skóla færu skrift, glósutækni og ritvinnsla saman. Taka minna niður. Muna meira.

Við alla kennslu yrðu möguleikar fartölvunnar nýttar til hins ýtrasta og þannig lærir nemandinn sjálfkrafa á möguleika tækninnar. Teiknun og vinnsla í photoshop

Hvað gleymist? Tungumál? Til hvers að flýta sér að læra samsíða túlkun á veruleika sem á enn eftir að kynnast? Má annað hvort bíða eða læra strax í leikskóla þegar heilinn er sem opnastur fyrir tví- ef ekki þrítungu.
Landafræði? Lærist samsíða. Enginn flýtir heldur. Ef nemandinn finnur hjá sér þörfina þá tekur hann inn umhverfið.
Saga? Í gegnum listasöguna, sálfræðina og heimspekina kynnist nemandinn hugmyndum fyrri tíma. Þurfum við eitthvað að flýta okkur að kynna alla mannvonskuna sem Sagan lýsir.
Heimilisfræði. Einmitt. Aðeins að slaka á sixties-nostalgíunni. Næringarfræðin yrði blöndun íþróttunum.
Þjóðfélagsfræði. Eigum við ekki bara að leyfa fólkinu að lifa í því. Ef það vill sérhæfingu þá er möguleikinn alltaf opinn seinna.
Eðlis- og efnafræði? Litir, lyktir, áferð, dans, tónlist gætu náð yfir þessar greinar í rólegheitum fram að menntaskóla.

Með því að blanda hug-myndatækninni saman við rétt áreiti og passlega slökun eða hugleiðslu gæti maðurinn byrjað að breytast og þróast loks í þá átt sem honum er ætlað að þróast. Að öðlast jafnvægi milli sín og hópsins. Milli sín og náttúrunnar. Milli sín og hins metafýsíska. Landafræði, heimilisfræði, saga,erlendar tungur, eðlis- og efnafræði yrðu sett á ís og biðu síns rétta vitjunartíma. Listir, heimspeki, bókmenntir sem lýsa tilverunni og sannleiksviðleitni, sálfræði og hugleiðsla yrði það upphafsáreiti sem barnið, for-unglingurinn og unglingurinn fengju í nestisbox sitt. Á þennan hátt fengi mannveran að átta sig hægt og hægt á möguleikum, ábyrgð, tilvist sjálfs sín, fólksins í kring og af-manneskjunni-sköpuðum-gildum þessa heims´.

Embla: ´Vá. Ég er orðlaus. Hljómar svolítið klikkað allt. Líka svo fjarri´.

Askur: ´Snilldin liggur í því að þvinga ekki heldur hjálpa hverjum og einum að þróa sína tækni til að takast á við sjálfan sig og heiminn. Talandi um interaktíva næringu. Hún er eina lausnin.
Þetta gæti leitt til jafnvægisins sem allir eru að leita að. Manneskjan fengi næga náttúrulega næringu áður en klær þjóðfélagsins læstust um hana. Ef hún yfir höfuð vill láta þær ná sér.Tímapressa. Verkefnavinna. Próflestur. Metnaður. Samanburður´.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Snilld Óli..

Our deepest fear is not that we are inadequate. Our deepest fear is that we are powerful beyond measure. It is our light, not our darkness that most frightens us. We ask ourselves, Who am I to be brilliant, gorgeous, talented, fabulous? Actually, who are you not to be? You are a child of God. Your playing small does not serve the world. There is nothing enlightened about shrinking so that other people won't feel insecure around you. We are all meant to shine, as children do. We were born to make manifest the glory of God that is within us. It's not just in some of us; it's in everyone. And as we let our own light shine, we unconsciously give other people permission to do the same. As we are liberated from our own fear, our presence automatically liberates others. - Marianne Williamson

Binni (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 16:23

2 identicon

Kennara mínum í diplómanámi í kennslufræði verður send slóðin á þessa færslu.

Virkilega áhugavert.

Eysteinn (hornamaður í Hetti (den tid)).

Eysteinn (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband