30.11.2006 | 22:12
Áhugavert par, fimmti hluti
Askur: ´Í mínum skóla væri sálfræði. Sjálfskönnun og sjálfstyrking. Teoríur til að sýna fram á fjölbreytileikann í mannsálinni.
Í mínum skóla væri heimspeki. Veröld Soffíu.
Í mínum skóla yrðu skáldsögur lesnar í rólegheitum og þeim breytt í lifandi huglægu formin sem ég nefndi áðan. Eiginleg form hvers og eins. Íslensk orð og hugtök lærast sjálfkrafa í gegnum þetta.
Í mínum skóla yrði lærispeki, þ.e. krökkunum yrði kennt að krota í lífið sjálft, í sögur og bækur, krota við það sem það vill taka með sér í lífið, stoppa bíómyndir, krota í dagblöð, glósa hjá sér, breyta þeim krotum yfir í myndir eða annað listrænt ferli sem stendur því næst. Breyta efninu í sig sjálf. Skóli og lífið eitt.
Í mínum skóla yrðu allar glósur skrifaðar í dagbækur. Engar aukabækur. Það sem fer í dagbækurnar er birting á því sem á að vera í huganum. Skólinn og lífið í eitt.
Í mínum skóla yrði tími fyrir slökun. Næði. Þögn. Þar fengi barnið eða unglingurinn tíma með sjálfum sér til að yfirfara upplýsingarnar og eigin sköpun.
Í mínum skóla fengi nemandinn að horfa á alla liti heimsins og bera þá saman við umhverfi sitt. Hann fengi að kynnast formum í gegnum málverk, bíómyndir eða arkítektúr. Sýna litróf
Í mínum skóla fengi nemandinn að kynnast allri þeirri lykt sem plöntur og annað í náttúru heimsins færir okkur.
Í mínum skóla fengi nemandinn að loka augunum og hlusta, hlusta á öll þau hljóðfæri, raddir, tónverk og lög sem heimurinn býður upp á.
Í mínum skóla færu skrift, glósutækni og ritvinnsla saman. Taka minna niður. Muna meira.
Við alla kennslu yrðu möguleikar fartölvunnar nýttar til hins ýtrasta og þannig lærir nemandinn sjálfkrafa á möguleika tækninnar. Teiknun og vinnsla í photoshop
Hvað gleymist? Tungumál? Til hvers að flýta sér að læra samsíða túlkun á veruleika sem á enn eftir að kynnast? Má annað hvort bíða eða læra strax í leikskóla þegar heilinn er sem opnastur fyrir tví- ef ekki þrítungu.
Landafræði? Lærist samsíða. Enginn flýtir heldur. Ef nemandinn finnur hjá sér þörfina þá tekur hann inn umhverfið.
Saga? Í gegnum listasöguna, sálfræðina og heimspekina kynnist nemandinn hugmyndum fyrri tíma. Þurfum við eitthvað að flýta okkur að kynna alla mannvonskuna sem Sagan lýsir.
Heimilisfræði. Einmitt. Aðeins að slaka á sixties-nostalgíunni. Næringarfræðin yrði blöndun íþróttunum.
Þjóðfélagsfræði. Eigum við ekki bara að leyfa fólkinu að lifa í því. Ef það vill sérhæfingu þá er möguleikinn alltaf opinn seinna.
Eðlis- og efnafræði? Litir, lyktir, áferð, dans, tónlist gætu náð yfir þessar greinar í rólegheitum fram að menntaskóla.
Með því að blanda hug-myndatækninni saman við rétt áreiti og passlega slökun eða hugleiðslu gæti maðurinn byrjað að breytast og þróast loks í þá átt sem honum er ætlað að þróast. Að öðlast jafnvægi milli sín og hópsins. Milli sín og náttúrunnar. Milli sín og hins metafýsíska. Landafræði, heimilisfræði, saga,erlendar tungur, eðlis- og efnafræði yrðu sett á ís og biðu síns rétta vitjunartíma. Listir, heimspeki, bókmenntir sem lýsa tilverunni og sannleiksviðleitni, sálfræði og hugleiðsla yrði það upphafsáreiti sem barnið, for-unglingurinn og unglingurinn fengju í nestisbox sitt. Á þennan hátt fengi mannveran að átta sig hægt og hægt á möguleikum, ábyrgð, tilvist sjálfs sín, fólksins í kring og af-manneskjunni-sköpuðum-gildum þessa heims´.
Embla: ´Vá. Ég er orðlaus. Hljómar svolítið klikkað allt. Líka svo fjarri´.
Askur: ´Snilldin liggur í því að þvinga ekki heldur hjálpa hverjum og einum að þróa sína tækni til að takast á við sjálfan sig og heiminn. Talandi um interaktíva næringu. Hún er eina lausnin.
Þetta gæti leitt til jafnvægisins sem allir eru að leita að. Manneskjan fengi næga náttúrulega næringu áður en klær þjóðfélagsins læstust um hana. Ef hún yfir höfuð vill láta þær ná sér.Tímapressa. Verkefnavinna. Próflestur. Metnaður. Samanburður´.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.11.2006 | 20:34
áhugavert par, fjórði hluti
Askur: ´Þetta á eftir að hljóma svolítið skringilega. Eina sem ég bið um er smá þolinmæði. Blanda gestaltkenninga, hugkorts , NLP, myndsteymis, hraðlesturs, tilginningagreind og reyndar þó nokkuð af frelsi, í formi tíma fyrir sig sjálfan og engan annan. Þar kæmi skólinn inn. Næði. Ok. Hlustaðu.
Málið er að gestaltgaurarnir Max Wertheimer, Wolfgang Kohler og Kurt Koffka þróuðu, í gegnum 20. öldina, ýmsar sálfræðikenningar miðaðar að því að auka skilning á hvernig hugurinn bregst við áreitum og hversu vel hann síar þau í sig. Aðalprinsipið og það sem fangaði huga minn var hinn einfaldi sannleikur að heildin, t.d. bíll, sé mikilsverðari heldur en summa hluta hennar, dekk, stýri, gluggi osv.fr. Og enn fremur hugtakið ´pragnanz´ sem Wertheimer þróaði og ´steitar´ að ´þegar hlutir eru skynjaðir sem heild fer lágmarksorka í hugsunina´.
Næsta púsl í þessa hug-mynd mína er að bandaríkjamaðurinn Tony Buzan fer að þróa hugkort, mindmap, hlutur sem allir þekkja í dag og kaninn hefur notað í áratugi í verkefnaþróun, próflestri. Innsýnin hjá Buzan var að útlit taugafrumu er lykillinn að hugsun okkar; í allar áttir, óhindruð. Í stað taugaanga höfum við lykilorðaanga, hvert orð með ótal tilvísanir ef bara ímyndunaraflið er á sínum stað. Lykilorðin eru sterk orð sem vísa í ótal áttir.
Þriðji hlutinn er síðan NLP, neuro linguistic programming. Þetta er nokkuð nýleg grein sálfræðinnar, tuttugu ára gömul. Kjarni hennar er meir vizualization heldur en trúarleg hugleiðsla. Huganum er komið í rétt ástand með léttri sjálfsdáleiðslu, lokað er fyrir (svolítil einföldun) vinstra heilahvel og það hægra, intuitiva, kvenlega tekur völdin. Í þessu ástandi er síðan reynt að líkja sem best eftir lífsreynslu hvers konar í gegnum svokallaða submodalities; sjón, lykt, .....snertingu. Þannig getur einstaklingurinn sett upp senur í huganum sem hann er líklegur til að upplifa í veruleikanum sjálfum og er þannig betur undirbúinn þegar á hólminn kemur. Það sem kveikti í mér var möguleikinn sem felst í þroskun skilningavitanna.Sogprósessinn er eftirfarandi: Vita hvað maður vill vita, hvað maður vill geyma og hafa hjá sér í lífinu. Ef maður t.d. les bók, að strika við það sem snertir mann, hringa síðan um þau lykilorð sem maður vill taka úr efninu, glósa lykilorðin í hugkort, búa til gestalt, heildarmynd af öllum lykilorðunum, skemmtilegan heim þar sem hver persóna eða hlutur hefur sína meiningu´.
Embla: ´Askur, þetta gerir enginn. Þú ert með allt of háar vonir. Þú ert fastur í óraunhæfum heimi. Draumheimi. Fólk les sér til skemmtunar bækur eins og það fer í leikhús eða á bíó. Enginn venjulegur maður sem vinnur og kemur þreyttur heim á kvöldin sér tilgang í því að lesa mikið langt fram á nótt þegar hann getur bara leigt myndina. Hvað þá að lesa OG glósa upp úr henni. Hvaða tilgang hefur það fyrir vörubílstjóra, viðskiptafræðing, efnafræðing eða einhvernfræðing að rogast með setningar og hugmyndir bóka. Bókmenntir eru það sem þær eru því þær afneita raunveruleikanum að mestu. Flest fólk neyðist til að lifa og hrærast í þessum raunveruleika og allur flótti frá honum steypir hinum sama í glötun. Að auki gengur öll nútímavinna út á það að leysa fljótt og vel af hendi þau verkefni sem fyrir eru sett, læra af þeim og halda síðan áfram. Lögfræðingurinn fær mál, leysir það, vinnur eða tapar, lærir, heldur áfram. Vörubílstjórinn keyrir, afhendir, sækir, byrjar, klárar, hvílir sig, byrjar aftur. Að vera góður vörubílstjóri felst í því að hafa farið sem flestar ferðir án nokkurra uppákoma. Að vera góður vörubílstjóri felst í því að láta sem sjaldnast bera á ferðum sínum. Að vera góður læknir felst í því að þekkja teoríurnar og völundarhús líkamsstarfseminnar og bæta síðan ofan á það trial and error reynslunnar. Verkefni (fólk), leysa, læra, skilja, bæta við, kafa oní, leysa aftur, lækna, lækna aftur, læra, lækna´.
´Hvert ertu að fara Embla´?
´Ég er að segja það að fólk lærir í gegnum það að vinna. Það lærir í gegnum það að vera stöðugt ofan í því sem það vinnur við. Horfandi. Hlustandi. Fyrir annað er ekki pláss. Fólk þarf líka að sinna fjölskyldu og vinum. Tíminn fyrir mann sjálfan er bara svo lítill´.
Þegar að þessum tímapunkti var komið virtist mér sá sem ég leyfi mér að kalla Ask vera kominn út í horn. Þögnin ríkti og þau horfðust í augu. Mér fannst eins og einhver vera væri yfir þeim, vera sem einungis þau bæði gætu greint, vera sem íþyngdi þeim, að öll tilvera þeirra snerist um að losna við þessa veru. Þó. Allt í einu virtist eins og lifna yfir stráknum:
Askur: ´Þetta sem þú talar um er ekki í neinni mótsögn við það sem ég hef fram að færa´.
Embla:´Nú´?
Askur: ´Við lifum öðrum tveimur heimum. Prívat og públíkheimur. Allt sem ég er að hugsa um yrði einkalífi okkar til handa. Yrði þeirri stund til handa þegar við upplifum okkar innsta kjarna, kjarnanum sem eftir situr þegar nöfn okkar, fjölskyldutákn, vinnutákn, tímatákn og staðartákn hafa verið svipt okkur. Í stað þess að upplifa í þögninni Eigið/Sjálfið sem þornaða þöll staðsetta í endalausri, óhugnanlegri víðáttu, umvafða dökkmiðnæturbláum himni, þá getum við lokað augunum og skapað okkar heim. Þá loks skiljum við að hugsanir okkar erum við sjálf, kjarni sem enginn okkur rænir´.
Embla: ´Hvert erum við þá komin?
Askur: ´Við vorum næstum búin að festast í manneskjunni eins og hún er og þjóðfélaginu eins og það er. Aftur að skólanum. Að huganum. Grunnbreytingin yrði hægari upptaka upplýsinga þar sem nemendanum er gefinn tími til að breyta þeim í form sem þeim er eiginlegt. Enginn flýtir. Verkefni-klára-gleyma-nýttverkefni-klára-gleyma-stórfyrirtækjunumoghagvextitilhanda-kennsla á bak og burt. Við verðum þrælar þess hvort sem er.
Fyrst hélt ég að myndir væru hið ideala form. En það er bara ég. Sumir myndu nota mína aðferð, hugmyndir yfir í myndræn tákn, þeim safnað saman og teiknaðar heildarmyndir, myndir af kjarna efnisins. En hver hefur sína glóð, sinn styrk. Sumir gætu búið til tónverk, dansatriði, enn aðrir leiktrit, sumir stuttmynd. Aðalatriðið að hver fái að breyta kennsluefninu í form sem honum er eiginlegt.
Bara þetta. Ekkert annað. Þetta er það sem við munum. Sköpun okkar. Skapað út frá tengingum okkar við lífið, út frá hjarta okkar. Hinu gleymum við.
Próf eru óþörf í grunnskóla. Eina matið væri hve vel verkefnin væru leyst af hendi. Allt úr prófum gleymist af því þau eru bara orðin tóm´.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.11.2006 | 03:32
áhugavert par, þriðji hluti
Askur:Enn á ég eftir að fara og skilja margar leiðir. Vanlíðan mín er fólgin í því að sjá ekki fram á að skilja alla þessa stíga og vera því endalaust í vafa um þá hugmyndafræði sem er að gerjast inn í mér. En ég verð að þora að taka skrefið og byggja leið mína á líkum en ekki fullvissu. Líkum og tilfinningu. Ég hef engan fastan punkt í veruleikanum nema minn eigin abstrakt punkt, abstrakt miðju í veruleikanum þar sem ég er bæði spegill og svampur. Spegillinn er endurvarp, stjórnlaus enn sem komið er. Svampurinn er það sem ég tel mig stjórna, því sem ég tel mig taka inn og gera að því sem ég vill vera . Spegillinn er gríma. Svampurinn er ég.
Embla: Ertu að meina að þú standir núna frammi fyrir þessu vali, halda áfram að veslast upp leitandi að fullvissu sem aldrei kemur eða láta til skarar skríða og treysta á það sem þú telur að sé þitt eigið, þinn svamp og þann fjársjóð sem inn í honum liggur.
Askur: Já. Það held ég að minnsta kosti. Nú ætla ég að renna yfir fyrir þig í þann veruleika sem okkur finnst venjulegur og sjálfsagður. Hvernig eru börnin? Áköf. Opin. Glöð. Svampar á eigin líkama og allan veruleikann sem umlykur hann. Hvernig eru unglingar? Ákafir. Jú. Opnir. Varla. Glaðir. Pæling. Kannski er þetta að breytast. Námskráin er aðeins að lifna við, sérstaklega með tilkomu leikrænnar tjáningar, dans, myndlistar og lífsleikninnar. En í dag þekkja jafnaldrar okkar ekki sjálf sig. Faucoult hafði rétt fyrir sér þegar hann spáði fyrir um endalok sjálfsverunnar. Grunnskólinn kennir enn enga sálfræði. Þau vita ekki af hverju þau vilja það sem þau vilja. Enginn hefur hjálpað þeim að staðsetja sig í veruleikanum. Enginn útgangspunktur lengur nema ímynduð stund með ímynduðum hlutum sem náðst hafa í gegnum peningaleit. Þau vita ekkert um töfra bókmennta og tilgang þeirra sem ofur-, djúp- eða and-veruleika. Þau hafa ekki öðlast mannleika. Þeim hefur aldrei verið boðið möguleikinn að efast um menntun sína og uppeldi.
Embla: Askur, vertu varkár. Athugaðu hvað þú ert að segja. Fólk byrjar stundum of fljótt að reyna að breyta heiminum, löngu áður en það hefur kafað ofan í sjálft sig og upplifað lífið. Of mikið af fólki sem úðar orðum sínum um aðra og yfir aðra án þess að gaumgæfa bilið milli hugsunarinnar og birtingarinnar. Oft er engin innistæða fyrir orðunum. Þau geta fallið á hvaða viðkvæmt blóm og eyðilagt líf þess.
Askur: Ég veit um eina hugsanlega leið.
Embla: Nú?
Askur: Aftur í gegnum skólann. Alltaf í gegnum skólann. Þar eyðum við mestum hluta ævi okkar. Þar er tíminn dýrmætastur fyrst svo komið er að foreldrum okkar eru þau örlög sett að vilja ekki einu sinni losna undan sysifosarsteininum, ofþjökuð af vana Becketts. Foreldrar okkar eru hætt að efast um kvöðina sem þeim er sett. Fólk heldur að steinninn sé þjáningin en í raun er hún sú að þora ekki að takast á við óvissuna og frelsið. Fólk er ekki hlekkjað við steininn. Þess þarf ekki. Hlekkirnir eru vaninn og hugleysið. Foreldrar okkar efa ekki að að klukkan sjö sé eðlilegt að setja sjálf á sig hálskeðjuna og drattast síðan með hana til klukkan sex. Engum dettur í hug að ímynda sér aðra möguleika. Fyrir hvern er það að vinna? Vinnandi að draumum annarra. Hafandi traðkað á sínum eigin, kæft þá. Þessu er ekki hægt að breyta. Það sem þó hægt er að gera er að frelsa næstu kynslóð án þess þó að óreiðan nái yfirhöndinni. Það hlýtur að vera til það ástand að hver maður sé meðvitaður bæði um óendaleika heimsins og smæð sína í honum OG að hann geti glaður vaknað hvern morgun fullviss um að kraftar hans sameinist eigin löngunum sem og löngunum heildarinnar.
Embla: Varaðu þig nú. Þú ert að alhæfa um heila kynslóð harðduglegs fólks, fólks sem hefur lagt sálina í gildi sem það trúði á. Hvernig geturðu verið svona kaldur? Þröngsýnn jafnvel. Skil þig ekki.
En hver er leiðin sem þú nefndir?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2006 | 18:54
áhugavert par. annar hluti
Askur: Nákvæmlega þarna greinir okkur á og nákvæmlega þarna liggur rót óhamingju minnar. Ég sé meiri tilgang í því að sitja og hugsa og veslast upp félagslega heldur en að stíga á sviðið, setja upp grímuna og dansa eins og þræll eftir tónlist samfélagsins. Reyndu að setja þig í mín spor. Ég skynja heiminn af meiri dýpt heldur en líklega nokkur persóna í landinu mínu. Landinu sem ég elska. Landinu sem ég er hluti af. Ég þekki möguleikana sem liggja í því tengja náttúruna við hugsun sína og minni. Ég skynja öll möguleg form eins og venjulegt fólk skynjar stafi og tengi þau við hugsun mína. Ég breyti bókum yfir í myndaalbúm tákna og tenginga. Í þær öskömmu stundir sem sandfok aðlifaaf-áreitis og tilbúins tilgangslauss tilgangs sker ekki augu mín þá sé ég handan við menntakerfiseyðimörkina tæra vin þessa möguleika. Líf mitt eru rammar og táknmál.
Embla: Menntakerfiseyðimörkina? Ég skil þig ekki. Hvað gæti mögulega verið að menntakerfinu. Það er ekkert hægt að klúðra því nema kannski fjárhags- og stjórnunarlega. Fyrst koma stafirnir. Síðan reikningur. Sagan. Líffræðin. Seinna tungumálin, eðlis- og efnafræði, jarðfræði og allt þetta sem hver maður þarf að fara í gegnum til að þroskast. Regluleg skyndipróf. Verkefni. Þetta er sambræddur hluti þess að alast upp, læra aga, vera með og umgangast jafnaldra sína, taka próf, komast lengra, keppa við sjálfan sig um betri einkunnir. Að auki hefur komið inn lífsleiknin og síðan hefur vægi listgreina aukist til muna. Hvað viltu meir?
A: Ég vil ekki meir. Ég vil aðra nálgun. Ég finn hve skólinn, þrátt fyrir oft góðan vilja, lætur okkur fjarlægjast rætur okkar. Það eru til tveir heimar. Heimur kvikmynda, bókmennta, listarinnar og sálarlífsins. Og heimur kerfisins, heimur að mestu pósitíviskur í eðli sínu, vísindalegur, framþróunarlegur, lógískur, tilfinningalaus, blindur úrsmiður. Til þess að sálin öðlist jafnvægi verðum við að leyfa manneskjunni að lifa sem mest í hinum fyrri heimi sköpunargáfunnar, ímyndunaraflsins, áður en seinni heimurinn, kerfið, gleypir hana og neyðir til að þjóna hagsmunum sínum.
E: Ég veit að þú ert á heimspekilegu nótunum. Það er einn eiginleika þinna sem togar mig að þér. En það er ekki eins og þú sért sá fyrsti sem hvetur til staldurs og hugleiðingar um lífið. Öll trúarbrögð miða að þessu. Hvað ert þú með í hausnum sem er svona merkilegt? Hvaða stíg gætir þú hugsanlega fetað sem enn hefur ekki verið fótum troðinn.
A: Ég held að hugsanir mínar miði frekar að því að fljúga yfir þá stíga sem farnir hafa verið , skilja þá, koma til baka inn í óskilgreinda miðju mína og byrja að sýna fram á mýkt í lífsmáta sem áður hefur þótt óhugsandi. Og jafnvel verið óhugsandi. Óhugsandi hugsun.
E: Og ertu kominn aftur úr þessari ferð eða á hún eftir að vera farin?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.11.2006 | 00:11
áhugavert par
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2006 | 15:36
byrjun
Ég er búinn að vera að grúska. Ég lofaði því þegar ég kvaddi síðast. Grúskandi. Kjallararottan. Ættuð að kíkja í kjallarann minn. My haven. Mín vídd. Counterbalance á handboltagaurinn og fyrirmyndar (not)-pabbann og kærastann. Whatever. Það voru tvær dúfur oní kjallaraholunni minni þegar ég kom aftur til baka í sumar. Mér brá aðeins þegar þær byrjuðu að sveifla vængjunum inn í arninum þangað sem þær höfðu slæðst. Ekkert svo. Eða jafnvel. Var létt chillaður að grúska eitthvað, byrjar allt í einu aska að þyrlast upp ásamt hávaða sem ég kom ekki fyrir mig. Hélt að myrkrahöfðinginn sjálfur væri kominn til að óska mér til hamingju með alla guðleysingjana sem ég er að lesa. Hefði nú verið gaman að ræða aðeins við kallinn. Hann kom nú einu sinni með iróníuna í þennan heim. Hvar værum við annars?
Kjallarinn já. Sót á gólfinu, dúfur, týndar sálir sem detta inn um strompinn öðru hvoru, futbolín (fótboltaspil), skrifborðið hans afa, morkin en yndisleg rauð-hvítköflótt hugleiðsludýna og koddar. Ömurlegar bækur, snertandi bækur, spennandi bækur og skrýtnar bækur. Og sú besta af þeim öllum, biblía aðgerðarleysisins, postuli ímyndunaraflsins; Bókin um Eirðarleysið.
Aftur að grúski. Í fjarveru minni frá bloggi hef ég sveiflast milli geðveiki, flatneskju, sköpunarástands, depurðar, tilgangsleysis, guðleysis, vonar og ótta. Ég hef sparkað í menntagyðjurnar og glímt við Mammon. Ég hef áttað mig í draumum og tekið við stjórn þar þó í stuttan tíma hafi verið. Ég hef bölvað sjálfum mér fyrir að hafa eytt dýrmætum tíma í að vera eitthvað þegar ég hefði átt að vera ekkert en ímynda mér allt. Traurich. Traurich. Traurich. Bölvaður sé sá fyrirlesari og reformer sem einungis er flóttamaður eigin sjálfs. Hvernig væri vera orlítið minna í veruleikanum og í staðinn hugleiða hann oftar? Hvernig væri...
Ætlaði ekki að verða steiktur. Ætlaði að gera gagn. Eða ekki. Hversu erfitt er þetta? Ég er á móti allri gagnsemi. Gagnsemi þjóðfélagsins. Kollectív hugsun skilur alltaf mestan hluta viskunnar eftir við landamæti sín. Auk heldur. Leit hins ómögulega eftir vegi hins ónothæfa. Þannig. Ekki gagn. Frekar, hmmmm, ógagn. Amk í þrengri skilningi. Góður. Hafði hugsað mér að gera ógagn.
Gott í bili. Gott að vera kominn af stað aftur.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2006 | 15:14
Fyrsta bloggfærsla
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)