byrjun

Svolítið skrýtin tilfinning að vera kominn hingað aftur, þ.e. á bloggið. Ákvað að skipta um síðu því hin var orðin stútfull af einhverju auglýsingarugli. Ég var t.d. farinn að styðja alls kyns fólk óafvitandi.
Ég er búinn að vera að grúska. Ég lofaði því þegar ég kvaddi síðast. Grúskandi. Kjallararottan. Ættuð að kíkja í kjallarann minn. My haven. Mín vídd. Counterbalance á handboltagaurinn og fyrirmyndar (not)-pabbann og kærastann. Whatever. Það voru tvær dúfur oní kjallaraholunni minni þegar ég kom aftur til baka í sumar. Mér brá aðeins þegar þær byrjuðu að sveifla vængjunum inn í arninum þangað sem þær höfðu slæðst. Ekkert svo. Eða jafnvel. Var létt chillaður að grúska eitthvað, byrjar allt í einu aska að þyrlast upp ásamt hávaða sem ég kom ekki fyrir mig. Hélt að myrkrahöfðinginn sjálfur væri kominn til að óska mér til hamingju með alla guðleysingjana sem ég er að lesa. Hefði nú verið gaman að ræða aðeins við kallinn. Hann kom nú einu sinni með iróníuna í þennan heim. Hvar værum við annars?
     Kjallarinn já. Sót á gólfinu, dúfur, týndar sálir sem detta inn um strompinn öðru hvoru, futbolín (fótboltaspil), skrifborðið hans afa, morkin en yndisleg rauð-hvítköflótt hugleiðsludýna og koddar. Ömurlegar bækur, snertandi bækur, spennandi bækur og skrýtnar bækur. Og sú besta af þeim öllum, biblía aðgerðarleysisins, postuli ímyndunaraflsins; Bókin um Eirðarleysið.
Aftur að grúski. Í fjarveru minni frá bloggi hef ég sveiflast milli geðveiki, flatneskju, sköpunarástands, depurðar, tilgangsleysis, guðleysis, vonar og ótta. Ég hef sparkað í menntagyðjurnar og glímt við Mammon. Ég hef áttað mig í draumum og tekið við stjórn þar þó í stuttan tíma hafi verið. Ég hef bölvað sjálfum mér fyrir að hafa eytt dýrmætum tíma í að vera eitthvað þegar ég hefði átt að vera ekkert en ímynda mér allt. Traurich. Traurich. Traurich. Bölvaður sé sá fyrirlesari og reformer sem einungis er flóttamaður eigin sjálfs. Hvernig væri vera orlítið minna í veruleikanum og í staðinn hugleiða hann oftar? Hvernig væri...
Ætlaði ekki að verða steiktur. Ætlaði að gera gagn. Eða ekki. Hversu erfitt er þetta? Ég er á móti allri gagnsemi. Gagnsemi þjóðfélagsins. Kollectív hugsun skilur alltaf mestan hluta viskunnar eftir við landamæti sín. Auk heldur. Leit hins ómögulega eftir vegi hins ónothæfa. Þannig. Ekki gagn. Frekar, hmmmm, ógagn. Amk í þrengri skilningi. Góður. Hafði hugsað mér að gera ógagn.
Gott í bili. Gott að vera kominn af stað aftur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband